Aldarafmæli UDN

DalabyggðFréttir

UDN varð 100 ára 24. maí síðastliðinn og verður haldið upp á afmælið í Dalabúð laugardaginn 1. september kl 14. Verður boðið upp á veitingar og margt verður til sýnis eins og búningar, ljósmyndir frá mótum, gamlir bikarar og hoppukastala fyrir börnin ef veður leyfir.

Mikið af óeigingjörnu starfi liggur á bakvið 100 ára starfsemi UDN og aðildarfélaganna. Félagar eru hvattir til að mæta í aldarafmælið og fagna.

 

100 ára afmæli UDN – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei