Alþingiskosningar verða haldnar 30. nóvember 2024 og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi að Miðbraut 11 í Búðardal, 2. hæð.
Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem hér segir:
Fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 09:00 – 14:00
Mánudaginn 25. nóvember frá kl. 09:00 – 13:00 (athugið að þennan dag skal hafa samband við þjónustufulltrúa Dalabyggðar, Þuríði)
Þriðjudag 26. nóvember frá kl. 09:00 – 15:00
Miðvikudag 27. nóvember frá kl. 09:00 – 15:00
Fimmtudag 28.nóvember frá kl. 09:00 – 14:00
Föstudaginn 29. nóvember frá kl. 09:00 – 14:00