Við Auðarskóla eru lausar til umsóknar skólaárið 2017-2018 þrjár stöður leikskólakennara og 38% staða grunnskólakennara.
Leikskólakennari
Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Hæfniskröfur eru:
· leikskólakennaramenntun
· færni í samskiptum
· frumkvæði í starfi
· sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
· stundvísi
· góð íslenskukunnátta
Grunnskólakennari
Kennsla á mið og unglingastigi með kennslugreina eru upplýsingatækni, nýsköpun og almenn kennsla.
Hæfniskröfur eru:
· grunnskólakennaramenntun
· færni í samskiptum
· frumkvæði í starfi
· sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
· stundvísi
· góð íslenskukunnátta
Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu.
Upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri Auðarskóla í síma 430 4757. Umsóknir berist á netfangið hlodver@audarskoli.is ásamt meðmælum og ferilskrá. Umsóknarfrestur er til 15. júní.