Lagt verður af stað með rútu(m) frá Ólafsdal stundvíslega kl. 8. Ekið yfir Steinadalsheiði og að Snartartungu í Bitrufirði.
Gönguferðir hefst við Snartartungu um kl. 9.40. Þaðan verður gengið upp Norðdal (aflíðandi) upp á Hvarfdalshraun. Matarhlé verður um kl. 13.
Þaðan gengið áfram uns komið er fram á brúnir Hvarfsdals. Gengið með fjallsbrúnum Ólafsdals og síðan niður Taglið, gegnt skólahúsinu í Ólafsdal. Áætluð göngulok eru um kl. 17.
Vegalengd um 19 km og hækkun rúmlega 500 m. Gangan er við flestra hæfi og hvergi hætta. Verð er 3.000 kr á mann fyrir rútuna.
Leiðsögumenn verða Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir (dóttir Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal) og hennar maður Þorsteinn Garðarsson.
Skráning í gönguna er hjá Rögnvaldi Guðmundssyni í síma 693 2915 eða á rognv@hi.is fyrir kl. 14, föstudaginn 27. júlí. Mikilvægt að vita fjölda þeirra sem koma vega sætapláss í rútu(m).
Hægt er að tjalda eða koma með fellihýsi, hjólhýsi í Ólafsdal og nýta sér snyrtingarnar í húsin.
Nú þegar eru um 20 manns skráðir í gönguna og góð spá framundan.