Bossa Nova og Samba á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Óskar Guðjónsson, saxafónleikari og hinn brasilíski Ife Tolentino, söngvari og gítarleikari koma fram sunnudaginn 28. júlí kl. 20:30 í Gyllta sal Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal. Ómar Guðjónsson mun einnig koma fram með þeim.
Þeir félagar, Óskar og Ife, kynntust fyrir 12 árum í London þegar Óskar var búsettur þar. Eitt af markmiðum Óskars var að kynnast brasilískan bossanóva-spilara til að nema þá list. Hafa þeir félagar spilað saman síðan. Afrakstur samstarfsins verður á efnisskrá tónleikanna, sem mun aðallega einkennast af Bossa Nova og Samba tónlist. Þeir gáfu út plötuna Vocé Passou Aqui á síðasta ári.
Aðgangseyrir á tónleikana eru 1.500 kr. Á boðstólum verða Dalaostar og fleiri veitingar.

Hótel Edda Laugum í Sælingsdal

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei