Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. júlí 2018 að framlengja auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalir.is.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11, 370 Búðardalur eða á netfangið byggingarfulltrui @dalir.is fyrir 6. september 2018 .

Deiliskipulag í Búðardal

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. júlí 2018 að framlengja auglýsta tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið er fyrir stækkun íbúðarsvæðis við Borgarbraut í Búðardal. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.

Svæðið afmarkast af Miðbraut í norðri, lóðum austan við Borgarbraut að austan og sunnan og af nýjum lóðum að vestan. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir tvær raðhúsalengjur vestan megin við götuna.

Skipulagssvæðið er alls um 8.650 m2 (um 0,86 ha) að stærð.

Deiliskipulag fyrir Gildurbrekkur

Deiliskipulagið nær yfir frístundarbyggð á jörðinni Hlíð í Dalabyggð og er skipulagssvæðið staðsett fyrir neðan þjóðveg nr. 581 og hefur fengið nafnið Gildurbrekkur í tillögunni.

Gert er ráð fyrir frístundarhúsum, þjónustuhúsi, hesthúsi, vélaskemmu og íbúðarhúsi ásamt bílskúr.

Skipulagssvæðið er alls um 5,4 ha að stærð.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11 í Búðardal, og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, 370 Búðardal, eða netfang byggingarfulltrui @dalir.is fyrir 6. september 2018.

Dalabyggð 10. ágúst 2018

Bogi Kristinsson Magnusen

skipulags- og byggingarfulltrúi

Aðalskipulag Búðardalur
Aðalskipulag Hlíð í Hörðudal
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei