Breytingar á söfnun rúlluplasts

DalabyggðFréttir

Nú er rúlluplastsöfnun ágústmánaðar að ljúka og því viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri er varða breytingar á söfnun Íslenska gámafélagsins á rúlluplasti.

Frá og með hreinsun sem nú er að ljúka þarf svart plast að vera aðskilið frá öðru plast og baggað sér.

Þá má ekki lengur setja plast í stórsekki heldur þarf að bagga rúlluplastið eða búa til böggla í viðráðanlegri stærð til að auðvelt sé að hirða það hjá bændum.

Íslenska gámafélagið mun áfram taka stórsekki til endurvinnslu en það þarf að troða sekkjum í sekk svo auðvelt sé að aðskilja þá frá plastinu. Ekki er nóg að binda marga saman á hankanum, því það losnar og blandast plasti þegar bíllinn er losaður og farið að moka því með vél.

Upplýsingar um söfnun rúlluplasts, áburðarsekkja og dæmi um frágang plasts má nálgast hér: Rúlluplast
Íslenska gámafélagið mun einnig koma bæklingum á bæi þar sem verið er að hirða rúlluplast.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei