Í gær var tilkynnt um lokun á Vestfjarðavegi vegna framkvæmda við Haukadalsá. Áætlað var að opna veginn síðar í dag en ræsisframkvæmdir voru kláraðar fyrr.
Því er búið að opna Vestfjarðaveg yfir Haukadalsá en hraði er tekinn niður á svæðinu. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna áfram aðgát og tillitssemi þar sem aðrar framkvæmdir standa enn yfir.