Í dag 23. apríl er alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar að rekja til Katalóníu, þar sem messa heilags Georgs er einnig haldin í dag.
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust Cervantes og Shakespeare þennan dag árið 1616 og 1623 og 23. apríl árið 1902 fæddist Halldór Laxness.
Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir.
Í dag sem aðra þriðjudaga er Héraðsbókasafn Dalasýslu opið kl. 15-19 og vel tekið á móti bókþyrstu fólki.