Dalakonur

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn næsta, þann 24. ágúst, klukkan 20, í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, verður fyrsta kvöldið þar sem hugmyndin er að konur hittist, kjafti og kynnist.
Þessi hittingur er ætlaður öllum konum, 18 ára og eldri, og börn og karlar eru ekki leyfð, nema undanþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Af hverju? Þessi kvöld eru hugsuð sem vettvangur fyrir konur til að eiga stund fyrir sjálfar sig, kjafta og kynnast.
Kaffi verður í boði en endilega takið með ykkur nasl ef vill. Og handavinnu ef vill. Og aðra drykki ef vill – en aðallega ykkur sjálfar! Stefnt er að því að hafa svona fundi einu sinni til tvisvar í mánuði ef áhugi er fyrir því.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei