Dalaleikar 2008

DalabyggðFréttir

Leikklúbbur Laxdælahefur hugsað sér að hrista saman fólk, fyrirtæki, klúbba, fjöl-skyldur, vini og önnur félög í Dalabyggð og nærsveitum á skemmtilegum vetrarleikum svona rétt áður en jólamánuðurinn og stressið sem honum fylgir gengur í garð.
Stefnt er á að leikarnir taki 3 kvöld, 10. 17. og 24. nóvember, þar sem 1. eða 2. kvöldið verður keppt utandyra eða í réttinni. Má þar nefna keppnisgreinar eins og lykkjuísetningar, ullarvettlingafimi, barnsburð og naglaásetningu.
2 kvöld eru hugsuð innandyra, annað útsláttarkvöldið, þar sem matarlyst og fín-hreyfingar fá að njóta sín í keppnisgreinunum og úrslitakvöldið sjálft þann 24. nóv. Þar sem vitsmunir og tjáning verða í farabroddi sem og önnur fíflalæti.
Vegleg verðlaun verða í boði og munum við einnig veita verðlaun fyrir frumlegustu liðsbúningana og bestu klappstýr(una,urnar).
Hvetjum við alla sem lopavettlingi geta valdið að smala saman í 3 manna lið, skrá sig og vera með í 1. vetrarleikunum sem fara fram í Dalabyggð.
Leyfilegt er hverju liði að skrá 1 varamann, ef til slysa, veikinda eða annarra óhjákvæmilegra atvika koma upp á og verður sérstakur bekkur ætlaður varamönnum til staðar á hverju keppniskvöldi.
Þáttökukostnaður liðs er 3.000 kr. sem greiðist fyrir 1. keppnisgrein.
Skráningu annast stjórnin og þurfa skráningar að berast í síðasta lagi 6. nóvember.
Gummi í síma: 691-2474 og á netfanginu: gorfinnur@hotmail.com
Katrín Lilja á netfanginu: ingkat@simnet.is eða í síma: 847-0847
Heiða í síma: 434-1236 eða 434-1180
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei