Deiliskipulag Skáleyjar á Hvammsfirði.

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 17. febrúar 2015 að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsing deiliskipulagstillögunar felur í sér eftirfarandi;
Skáley er staðsett á innanverðum Hvammsfirði nærri Dagverðarnesi í Dalabyggð.
Í Skáley eru engar nýtanlegar byggingar lengur og er fyrirhugað að byggja frístundarhús, bátaskýli ásamt bryggju fyrir heilsársnotkun.
Megin markmið deiliskipulagsins er að fá gistimöguleika í Skáley með byggingum sem verður gert í sátt við landslag, jarðmyndanir, lífríki og menningarminjar.
Lýsing ásamt fylgigögnum verður til sýnis í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal á opnunartíma frá og með 27. febrúar til og með 27. mars 2015
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. mars 2015 og skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Miðbraut 11, 370 Búðardal.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei