Endurskoðuð fjárhagsáætlun – betri afkoma

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar vísaði í dag endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2009 til afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar er 12,1 m.kr. afgangur frá rekstri samstæðunnar. Um er að ræða viðsnúning upp á 49 m.kr. frá samþykktri áætlun ársins þar sem gert var ráð fyrir 37 m.kr. halla.

Jafnframt var lagt fram minnisblað frá KPMG endurskoðun um reiknisskilareglur. Byggðarráð samþykkir að vinna áætlunina í samræmi við þær ábendingar sem þar koma fram. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætlunar.

Fjárhagsáætlun vegna 2010 er nú í vinnslu. Byggðarráð fór yfir vinnuáætlun næstu vikna. Stefnt er að því að fyrri umræða fjárhagsáætlunar fari fram 24. nóvember nk.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei