Frístundastyrkur – frestur framlengdur

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar. Í reglunum segir að þær skuli berast eigi síðar en 15. maí en þar sem einhver gögn voru lengi að berast er gefinn frestur til og með föstudeginum 24. maí nk. 

Hægt er að koma með greiðslukvittanir á opnunartíma skrifstofunnar (09:00-13:00 á virkum dögum) og skilja eftir hjá þjónustufulltrúa í móttöku.

Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk

Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei