Á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember var lögð fram fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2019 til 2022.
Afgreiðsla sveitarstjórnar var eftirfarandi: „Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember. Á milli umræðna er tillögunni vísað til umræðu í nefndum og byggðarráði. Byggðarráði er falið að gera tillögur að breytingum á áætlun þannig að hún verði ekki með halla.
Tillagan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að senda byggðarráði tillögur og ábendingar varðandi hana fyrir 14. nóvember.“
Senda má tillögur og ábendingar á netfangið dalir @dalir.is.