Stálgámur fyrir blandaðan úrgang hefur verið staðsettur fyrir utan hlið við söfnunarstöðina í Búðardal sl. misseri. Gámurinn var hann tekinn tímabundið inn fyrir hlið en verður aftur settur út fyrir hlið í dag og hefur verið bætt úr merkingum á honum.
Borið hefur á því að rusl sé sett við gáminn þegar hann hefur fyllst. Hann er grenndarstöð þar sem eigendur frístunda- og sumarhúsa í Dalabyggð geta losað sig við blandaðan/almennan heimilisúrgang.
Úrgangur vegna framkvæmda telst ekki sem heimilisúrgangur. Gámurinn er ekki til notkunar fyrir heimili sem hafa tunnu heim við hús eða rekstraraðila.
Við ítrekum að rekstraraðilar semja beint við Gámafélag Íslands til að fá þjónustu. Nánar um fyrirkomulag sorphirðu.
Lúgur fyrir endurvinnslu og aðra sérsöfnun eru aðgengilegar allan sólahringinn og öllum velkomið að nýta sér þær. Ítrekað er að ekki er heimilt að skilja eftir úrgang við aðkomu að söfnunarstöð frekar en annars staðar á víðavangi.