Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir tveimur fyrirlestrum í Leifsbúð. Sá fyrri verður 15. apríl kl. 20:00 og er um matjurtaræktun. Sá síðari verður 29. apríl kl. 20:00 og er um skógrækt í Dölum. Frítt er inn á fyrirlestrana og allir eru velkomnir.
Heimilisgarðurinn – ræktun matjurta
Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun matjurta í heimilsgarðinum þriðjudaginn 15. apríl kl. 20:00 í Leifsbúð í Búðardal.
Gunnþór mun fara yfir almenn atriði matjurtaræktunar, val garðstæðis, veðurfar og veðurfarsbætandi aðgerðir, sáningu og forræktun. Þá mun hann fjalla um nokkrar tegundir matjurta.
Skógrækt í Dölum
Fræðsluerindi verða þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Leifsbúð í Búðardal.
Á undanförnum árum hefur Bergþóra Jónsdóttir bóndi á Hrútsstöðum stundað skógrækt ásamt földskyldu sinni í landi Hrútstaða. Samhliða því hefur hún stundað nám í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í BS-lokaverkefni hefur Bergþóra kannað vaxtar- og lifunarmöguleika nýs íslensks lerkiyrkis „Hryms“ á Hrútsstöðum í Dalabyggð og borið þá eiginleika saman við rússalerki og stafafuru. Í erindi ætlar Bergþóra að segja frá verkefni sínu við Landbúnaðarháskólann, skógræktinni að Hrútsstöðum og horfa til framtíðar.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Bogi Kristinsson munu sýna myndir og segja frá skjólbelta- og rósaverkefni sem unnið var í Búðardal síðastliðið ár og huga að næstu skrefum.
Að lokum ætlar Kristinn H. Þorsteinsson fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands að miðla af reynslu sinni í ræktun gróðurs.