Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 13. september var samþykkt að gögn sem varða sölu Lauga verði birt með fundargerðum svo fólk geti kynnt sér málið.
Hefur það tekið nokkurn tíma að finna öll gögn er tengjast málinu og ganga frá þeim til birtingar á heimasíðu Dalabyggðar.
Skjölin hafa nú verið birt á heimasíðu Dalabyggðar og eru þau að finna undir stjórnsýslu, einnig er hægt að nálgast þau undir flýtileiðir til hægri á forsíðu.
Íbúafundur um stöðu og framtíð Lauga verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20 í Dalabúð.