Dalabyggð óskar eftir verðum í grasslátt og hirðu á grasblettum í eigu sveitarfélagsins í Búðardal, á Laugum, við Tjarnarlund og við Árblik.
Á grundvelli taxtaverða og meðfylgjandi upplýsinga er markmiðið að gera samning til þriggja ára frá og með komandi sumri.
Áhugasamir geta kallað eftir gögnum með því að senda tölvupóst á kristjan@dalir.is.
Gögnin verða send föstudaginn 5. mars og fyrirspurnafrestur er til og með fimmtudagsins 11. mars.
Skilafrestur verða og fylgigagna er fimmtudaginn 18. mars, kl. 12.