Laugardaginn 2. apríl kl. 15 mun Hafdís Sturlaugsdóttir flytja erindi um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
Þá verða ljósmyndir úr filmusafni Jón og Guðmundar í Ljárskógum til sýnis þennan sama laugardag. Myndasafn þetta er í eigu Þjóðminjasafns Íslands og eru nú í láni hjá Byggðasafni Dalamanna til greiningar.
Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára.