Árlegur haustfagnaður FSD verður dagana 24. – 25. október.
Föstudaginn 25. október kl. 18 verður lambhrútasýning, opin fjárhús og fleira á Stóra-Vatnshorni í Haukadal. Þar mæta til leiks best dæmdu lambhrútar úr suðurhluta Dalasýslu. Sýningarstjóri verður Jón Ingi Ólafsson og dómarar Árni B. Bragason og Lárus G. Birgisson.
Laugardaginn 26. október kl. 11 verður lambhrútasýning, opin fjárhús, verðlaunaafhendingar og önnur dagskrá á Breiðabólstað á Fellsströnd. Þar mæta til leiks best dæmdu lambhrútar úr norðurhluta Dalasýslu. Sýningarstjóri verður Jón Ingi Ólafsson og dómarar Árni B. Bragason og Lárus G. Birgisson.
Laugardagskvöldið 26. október kl. 20 verður sviðaveisla, hagyrðingar og dansleikur í Dalabúð. Kl. 19:30 opnar húsið. Borðhald hefst kl. 20. Í boði verða ný, söltuð og reykt svið og sviðasulta ásamt kartöflumús og rófustöppu. Veislustjóri verður Sveinbjörn Eyjólfsson. Hagyrðingar verða Helgi Björnsson Snartarstöðum, Þórdís Sigurbjörnsdóttir Hrísum, Sigurjón Valdimar Jónsson Skollagróf og Þórður Brynjarsson Refsstöðum.
Hefðbundinni dagskrá haustfagnaðar lýkur með dansleik á miðnætti þar sem hljómsveitin Greifarnir munu sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eftir nóttu.