Heilsugæsla – febrúar

DalabyggðFréttir

Í febrúar koma sjúkraþjálfarar, augnlæknir og krabbameinsleit hjá konum á heilsugæslustöðinni í Búðardal.

 

Netsjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar frá Netsjúkraþjálfun verða með viðtöl og skoðanir mánudaginn 17. febrúar.

Vegna tímabókana er best að senda tölvupóst á netfangið; netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is, en einnig má hafa samband við heilsugæsluna.

 

Augnlæknir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku fimmtudaginn 20. febrúar.

Tímapantanir hjá augnlækni eru í síma 432 1450.

 

Krabbameinsleit hjá konum

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku vegna leghálssýnatöku mánudaginn 24. febrúar.  Konum sem hafa fengið bréf frá Leitarstöðinni er boðið að panta tíma, en einnig geta ófrískar konur fengið viðtalstíma hjá Helgu.

Vakin er athygli á að yfirlit yfir fyrri skoðanir er aðgengilegt á vefnum island.is / mínar síður / skimun, fyrir þær sem eru með rafræn skilríki eða íslykil.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf er varða legháls- og brjóstakrabbameinsleit veita hjúkrunarfræðingar Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í síma 540 1960 á opnunartíma eða á netfangið leit@krabb.is

Tímapantanir í krabbameinsleit eru í síma 432 1450.

 

Lyfjaendurnýjanir / reglur hjá HVE

Rafræn endurnýjun lyfseðla er gerð í gegnum www.heilsuvera.is en það er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna m.a. endurnýjað lyf, sent lækni skilaboð og bókað tíma hjá heilsugæslulækni. Til innskráningar þarf rafræn skilríki.

Áfram verður hægt að endurnýja lyf með því að hafa samband í síma 432 1450 (fyrir hádegi er betra).

Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.

Ekki verða afgreidd sýklalyf í lyfjaendurnýjun, panta þarf símatíma eða viðtalstíma á stöð.

Eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og þarf  að koma á stöð í eftirlit amk. 1 x  í mánuði vegna þessa.  Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.

Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum.  Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.

Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega.

Þeim sem eiga rafrænan fjölnota lyfseðil í gildi og vantar næstu afgreiðslu er bent á að snúa sér til þess apóteks þar sem leysa á lyfið út.

Reikna þarf með að afgreiðsla lyfja geti tekið allt að 2 virka daga

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei