Þriðjudaginn 11. desember kl. 17 mun Svavar Gestsson frá Grund á Fellsströnd lesa upp úr og árita nýja ævisögu sína á Héraðsbókasafni Dalasýslu.
Bólin heitir „Hreint út sagt“ og hefur að geyma frásagnir úr einkalífi Svavars, m.a. uppvöxt hans á Fellsströndinni og í Reykjavík. Og síðan um þátttöku hans í stjórnmálasögu 20. aldar, ríkisstjórnarmyndanir, þingmál og margt fleira.
Íris Björg Guðbjartsdóttir mun lesa upp úr barnabókum þennan sama þriðjudag (11. desember) kl. 16. Þriðjudaginn 18. desember kemur Íris aftur og spilar jólalög fyrir gesti safnsins kl. 17.
Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið á þriðjudögum kl. 15-19 og fimmtudögum kl. 13-16.