Til íbúa Dalabyggðar.
Nú þegar viðbrögð og varnir vegna COVID-19 veirunnar ráða för þá vill bókavörður minna fólk á að halda í heiðri þær leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út um hvernig við best getum forðast smit.
Þvo hendur, hnerra í olnboga, spritta sig og halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni.
Bókavörður vill einnig biðja fólk að hafa heimsóknir á safnið eins stuttar og kostur er.
Til að flýta fyrir sér má hringja 430-4720 eða senda skilaboð í gegnum Facebook eða á netfangið bokasafn@dalir.is og biðja bókavörð að taka til bók/bækur sem viðkomandi vill fá að láni og svo annað hvort sækja á ákveðnum tíma og/eða bókavörður getur sett poka merktan viðkomandi fram á bókaskilakassann í anddyrinu.
Höldum í gleðina og kíkjum eftir vorinu sem er handan við hornið.
Þá bendum við íbúum einnig á vefsíðuna www.leitir.is þar sem hægt er að sjá hvort viðkomandi bók sé til á safninu eða panta millisafnalán.