Árleg hönnunarsamkeppni Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og Ístex verður á haustfagnaði FSD fyrsta vetrardag.
Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin og að þessu sinni skal hanna eitthvað til að verma háls/herðar. Tækni er frjáls; prjónar, heklunál, þæfing eða hvað annað sem henta þykir. En að sjálfsögðu skal unnið með íslenska ull.
Sjálf hönnuarsamkeppnin er laugardaginn 26. október í reiðhöllinni í Búðardal í tengslum við haustfagnað FSD.