Hvítasunnuhelgin í Dölum

Dalabyggð Fréttir

Um hvítasunnuhelgina verður ýmislegt um að vera í Dölunum.
Laugardaginn 26. maí kl. 14 verða kýrnar á Erpsstöðum látnar út í fyrsta sinn í sumar. Allir eru velkomnir til að fylgjast með.
Sælingsdalslaug verður opin laugardag og sunnudag kl. 12-16.
Kveðjumessa sr. Óskars Inga verður í Hjarðarholtskirkju á annan í hvítasunnu kl. 14. Kaffi verður eftir messu.
Formleg opnun á vefnum budardalur.is verður í Leifsbúð kl. 20.
Milli þessa viðburða er bara að njóta sumarsins.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei