Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 11. apríl og hefst kl. 20. Á dagskrá eru ársreikningur Dalabyggðar árið 2016, fjárhags- og framkvæmdaáætlun árið 2017, lagning ljósleiðara og fleira.
Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum.