Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029 var samþykkt í fræðslunefnd og sveitarstjórn fyrr á þessu ári. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar. Það sem lagt er til grundvallar í öllu starfi með börnum og ungmennum í Dalabyggð er virðing, jákvæðni og framsækni.
Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skóla-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Henni fylgja gæðaviðmið sem vísa veginn í átt að framtíðarsýn sveitarfélagsins og nýtast jafnframt við framkvæmd á innra og ytra mati á skólastarfi.
- Menntastefnuna má finna hér: Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029
- Gæðahandbók stefnunnar: Menntastefna Dalabyggðar – gæðahandbók
Hvenær: miðvikudaginn 4. september 2024
Tími: 17:30
Hvar: Félagsheimilið Dalabúð, Miðbraut 8, 370 Búðardal
Dagskrá fundarins
- Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti og formaður fræðslunefndar opnar fundinn.
- Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði skólaráðgjöf kynnir menntastefnuna og ferli innleiðingar.
- Opið fyrir spurningar og samtal um menntastefnuna.
- Fundi lokið fyrir kl. 19:00
Öll velkomin, heitt á könnunni.