Íbúakönnun landshlutanna: Taktu þátt, hafðu hátt og sýndu mátt

DalabyggðFréttir

Fyrir nokkrum vikum fór Íbúakönnun landshlutanna af stað á öllu landinu. Sem fyrr er lögð áhersla á að spyrja þátttakendur aðallega um mat þeirra á búsetuskilyrðum, almenna velferð, stöðu þeirra á vinnumarkaði og hver framtíðaráform þeirra séu um búsetu. Gögn þessarar könnunar hafa nú þegar gefið þeim sem vinna að byggðaþróun og á sveitarstjórnarstiginu mikilvægar upplýsingar um raunverulega stöðu í hinum ýmsu byggðum um land allt eins og sjá má t.d. á mælaborði sem finna má á heimasíðu Byggðastofnunar (Smellið hér).

Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni landshlutasamtaka á landsbyggðinni og Byggðastofnunar og hefur verið í gangi síðan árið 2004. Síðan þá hefur hún verið framkvæmd á þriggja ára fresti og er ætlunin að halda því áfram til þess að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði hérlendis. Allir íbúar eru því boðnir velkomnir í þessa könnun.

Taka má þátt í könnuninni með því að fara inn á þessa netslóð: https://www.surveymonkey.com/r/ibuakonnun2023_bodid

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei