Íbúakynning á valkostagreiningu og álitskönnun

DalabyggðFréttir

Í dag var haldin íbúakynning á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga.

Eins og oft verður með tæknina var hún aðeins að stríða okkur í upphafi og biðjumst velvirðingar á því.

Kynningin verður aðgengileg til mánudagsins 1. febrúar n.k. og hana má nálgast með því að smella HÉR.

Við hvetjum íbúa til að fara inn á www.menti.com og svara álitskönnun vegna valkostagreiningarinnar. Kóðinn er: 42 54 33 4
Niðurstöður eru ekki bindandi en gefa starfshópnum ákveðnar vísbendingar fyrir áframhaldandi vinnu.

Þá minnum við á að hægt er að koma spurningum, ábendingum og athugasemdum til skila á netfangið robert@rrradgjof.is eða til starfshóps sveitarfélagsins og kjörinna fulltrúa.

Í starfshópnum eru:
• Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti
• Kristján Sturluson, sveitarstjóri
• Skúli Hreinn Guðbjörnsson, formaður byggðaráðs
• Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og starfsmaður verkefnishóps

Við þökkum RR ráðgjöf fyrir góða kynningu og íbúum fyrir gott áhorf.

Skjáskot úr íbúakynningu á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga – Róbert frá RR ráðgjöf fer yfir sameiningarvalkosti

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei