Innviðaáætlun Dalabyggðar staðfest og birt

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur unnið innviðaáætlun fyrir sveitarfélagið sem staðfest var á síðasta sveitarstjórnarfundi.
Áætlunin byggir á áður útgefnum og uppfærðum skýrslum um forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskipta í Dalabyggð ásamt viðbættum upplýsingum um raforku og hitaveitu.

Markmiðið er að taka saman stöðu og setja fram raunhæfar áætlanir og áherslur um innviðamál í Dalabyggð í lifandi skjali sem uppfærist eftir því sem málum vindur fram og/eða áherslur taka breytingum. Kaflarnir fjalla þannig um vegamál, fjarskiptamál, raforku og húshitun.

Áætlunin hefur þegar verið send á þingmenn kjördæmisins, stofnanir sem að málaflokkunum koma og aðra sem vinna með okkur að sameiginlegum hagsmunum Dalanna.

Hægt er að nálgast skýrsluna í heild undir „Útgefið efni“ hérna á vefsíðu Dalabyggðar.

Mynd úr skýrslunni – Tekin á Laxárdalsheiði í ágúst 2025 á vegkaflanum sem enn er án slitlags. Klappir farnar að standa upp úr veginum, hryggur farinn að myndast á miðjum vegi og holur víða.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei