Íþróttamiðstöð í Búðardal

SveitarstjóriFréttir

Í dag, föstudaginn 14. október, undirrituðu Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar ehf. viljayfirlýsingu á milli Dalabyggðar og Eyktar ehf. varðandi undirbúning að uppbyggingu Íþróttamiðstöðvar í Búðardal.

Í kjölfar funda fulltrúa Dalabyggðar undanfarið með forráðamönnum Eyktar ehf. þá hefur verktakinn, Eykt ehf., lýst yfir vilja til að taka að sér verkið á grunni þess alútboðs sem fram fór s.l. vor en nauðsynlegt sé að skoða ákveðin atriði er lúta m.a. að hönnun- og kostnaðarþáttum verksins áður en til verksamnings kemur.

Samhliða vinnu Eyktar ehf. varðandi rýni á gögnum, efnisvali og útfærslu munu aðilar viljayfirlýsingarinnar ganga til verksamnings um verkið en markmið viljayfirlýsingarinnar er að gera verksamning um verkið á grunni alútboðsins sem fram fór s.l. vor en engin viðbrögð fengust þá. Í viljayfirlýsingunni felst þó ekki skuldbinding af hálfu aðila til að ganga frá verksamningi um verkið en forsenda beggja aðila um að gengið verði frá verksamningi er að samningar náist um alla þætti hans.

Samkomulagið gengur út á að gefa sér tíma til 30. desember 2022 í fyrrgreinda vinnu og viðræður um verksamning og er það von okkar að sú vinna leiði til þess að framkvæmdir hefjist snemma á árinu 2023.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei