Jörfagleði – Davíðsmótið

DalabyggðFréttir

Davíðsmótið í bridge er að vanda haldið á Jörfagleði. Að þessu sinni í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 27. apríl og hefst kl. 13.
Davíðsmótið er tvímenningskeppni í bridge, kennt við Davíð Stefánsson bónda á Saurhóli í Saurbæ.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á mótið, en ekki er verra að láta Davíð vita um þátttöku. Síminn hjá Davíð er 434 1534.

Mótið sjálft byrjar kl. 13. En þar sem margir eru langt að komnir til keppni þá verður súpa og brauð á boðstólum í Tjarnarlundi fyrir keppendur frá kl. 12.
Ekkert þátttökugjald er á mótið og allir bridgespilarar velkomnir.

Jörfagleði 2013

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei