Nemendur Auðarskóla láta sitt ekki eftir liggja þegar kemur að Jörvagleði og hafa unnið verk undir handleiðslu Maríu Hrannar Kristjánsdóttur myndmenntakennara til að sýna á hátíðinni.
Nemendur yngsta stigs hafa unnið vindhörpur sem hanga hingað og þangað í trjám á skólalóðinni.
Nemendur í 6.-7. bekk hafa unnið skúlptúra og 8. bekkur unnið þrívíðar fígúrur úr gifs sem verða til sýnis í gluggum Vínlandsseturs yfir helgina (sjást utan frá).
Það er því tilvalið að fá sér göngutúr í Búðardal og bera verk nemenda augum á skólalóð og eins gluggasýningu í Vínlandssetri.