Karlakórinn Kári heldur tónleika í Dalabúð laugardaginn 23. nóvember kl. 16.
Karlakórinn Kári var stofnaður í ársbyrjun 2008 og samanstendur af 30
félögum úr Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Kórstjórnandi frá upphafi hefur verið Hólmfríður Friðjónsdóttir.
félögum úr Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Kórstjórnandi frá upphafi hefur verið Hólmfríður Friðjónsdóttir.
Á efnisskrá tónleikanna verða hefðbundin karlakóralög. Auk þess mun einn kórfélaganna, Lárus Ástmar Hannesson, syngja einsöng.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.