Lionsklúbburinn í Búðardal ætlar í tengslum við alþjóðlega sykursýkisdaginn að bjóða íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps upp á ókeypis sykurmælingu laugardaginn 16. nóvember í Samkaupum kl. 14-16
Þórður Ingólfsson læknir og Gróa Dal hjúkrunarfræðingur munu sjá um mælinguna.
Sykursýki er falinn vágestur sem margir einstaklingar ganga með án nokkurrar vitneskju. En það getur haft í för með sér alvarlegan heilsubrest verði ekkert að gert.
Lyfja styrkir verkefnið.