Kertasníkir jólavættur Dalamanna 2024

SafnamálFréttir

Kertasníkir sigraði með 18 atkvæðum í baráttunni um jólavætt Dalamanna 2024.

Jólakötturinn fylgdi þar fast á eftir með 16 atkvæði, Faldafeykir með 14 atkvæði, Stúfur með 12 atkvæði og Rjómasleikir með 11 atkvæði. Í boði voru 81 jólavættir og af þeim fengu 18 engin atkvæði.

Framkvæmd kosninganna var fremur frjálsleg. Eftir að kom í ljós að kjörstjórn, Jólakötturinn, Grýla og Leppalúði, töldu bara atkvæði greidd þeim var kjörstjórn sett af. Hluti kjörstjórnar Dalabyggðar, héraðsskjalavörður og safnvörður tóku að sér talningar. Reiknað er með að velja jólavætt Dalamanna aftur að ári.

Þar sem ekki hefur áður verið kosið meðal Dalamanna um jólavættina eru engin tök á að fara í langar og flóknar greiningar á fylgi einstakra vætta. Það gefur aftur á móti áhugafólki næg tækifæri til að gera ómálefnalegar greiningar á niðurstöðum kosninganna.

 

Jólavættir 2024 úrslit

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei