Kínaferð Árna

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Á dagskrá verður endurflutt efni og sagt frá Árna Magnússyni bónda frá Geitastekk í Hörðudal.
Árni fór árið 1753 til Danmerkur, þá 27 ára gamall og þaðan lá leið hans víða um heim og var hann talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma. Rakin verður ferð hans til Kína og fleiri ferðir ef tími gefst til.

Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum. Kaffi á könnunni.

Kínaferð Árna – Fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei