Klippikort og sorphirðudagatal 2022

DalabyggðFréttir

Nú eiga ný klippikort fyrir endurvinnslustöðina að Vesturbraut 22 ásamt sorphirðudagatali 2022 að vera á leiðinni til íbúa.
Ef sendingin skilar sér ekki skal hafa samband við Jóhönnu með því að hringja á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 (opið milli kl.9-13 á virkum dögum) eða með því að senda póst á johanna@dalir.is og tiltaka heimilisfang og/eða fasteignanúmer í póstinum.

Við minnum á að klippikort merkt 2021 gilda út daginn í dag, þriðjudaginn 11. janúar 2022 (opið á endurvinnslustöð frá kl.14 til 18) en eftir það taka nýju kortin fyrir 2022 gildi.

Ný tíðni sorphirðu tekur einnig gildi þar sem lífrænt tunna verður losuð á sama tíma og græna tunnan en losun á grænum tunnum í þéttbýli verður á þriggja vikna fresti 2022 í stað fjögurra í fyrra.

Einnig hafa komið spurningar varðandi sorphirðudagatal og að ekki sé losun áætluð á ákveðnum svæðum í dreifbýli í einhverjum mánuðum. Þannig hittir þá á að losun íláta er seint mánuðinn á undan og snemma mánuðinn á eftir miðað við losunartíðni. Við bendum einnig á gjaldskrá vegna sorphirðu en þar má sjá kostnað við auka ílát: Gjaldskrá sorphirða í Dalabyggð 2022

Vegna spurninga um ógildingu eldri klippikorta vill Dalabyggð árétta eftirfarandi:

Sorpgjald er innheimt samkvæmt lögum til að mæta kostnaði við alla meðhöndlun úrgangs sbr. 23. gr. laga nr. 55/2003.
Sorpgjald vegna heimilis sem greitt er með fasteignagjöldum er kostnaður við hirðingu sorps við heimilið (söfnun, tæming íláta, fjöldi íláta, losunartíðni o.s.frv.).

Þar að auki, til að mæta því að annar úrgangur getur fallið til á heimilum og því sem stendur í fyrr nefndum lögum um að allur úrgangur skuli færður til viðeigandi meðhöndlunar, þá eru íbúum afhent klippikort sem gilda fyrir 4m3 (ef um heimili er að ræða) til að geta skilað sorpi á endurvinnslustöð. Kortið er gefið út með ártali og gildir það ár sem stendur á því nema annað sé tilkynnt (eins og núna að það gildi til og með 11. janúar á meðan verið er að dreifa nýju korti). Gjald er ekki tekið fyrir þessi kort sem heimilum eru send í ársbyrjun (né frístundahúsum með 2m3 kortin).

Gert er ráð fyrir að alla jafna falli til minna sorp frá frístundahúsum (enda er þar ekki föst búseta) heldur en af heimilum (þar sem fólk er með lögheimili og þá að öllum líkindum fasta búsetu). Þess vegna eru kort fyrir frístundahús með 2m3 eða heimili 4m3. Munurinn á sorpgjaldi heimila og frístundahúsa liggur ekki í klippikortunum heldur í þeirri þjónustu sem er veitt – sorphirðing við heimili/sorphirðing á grenndarstöðvum.

Aukakortin eru hins vegar seld, þannig að ef heimili þarf að losa sig við meira en 4m3 þá er hægt að kaupa aukakort og gilda þau óháð ári. Frístundahús geta einnig keypt aukakort ef þarf.

Sjá nánar:
Reglur um klippikort
Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps 2022
Sorphirðudagatal í Dalabyggð 2022

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei