Fræðslunefnd Dalabyggðar vill kanna áhuga á námsaðstöðu í sveitarfélaginu.
Þessi könnun er hugsuð fyrir fullorðna einstaklinga (frá 18 ára aldri) sem búa í Dalabyggð.
Verið er að skoða áhuga á uppsetningu námsaðstöðu innan Dalabyggðar og mögulegt fyrirkomulag.
Upplýsingar þessar verða einungis notaðar innan skrifstofu og einstaka nefnda sveitarfélagsins og fara ekki í almenna dreifingu.
Svör úr könnuninni verður ekki hægt að rekja til einstaka aðila.
Ekki er skylda til að svara einstaka spurningum nema þeirri fyrstu sem snýr að búsetu í sveitarfélaginu. Svör við öðrum spurningum eru valfrjáls.
Hafir þú athugasemd eða ábendingu um könnunina skal hafa samband við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Dalabyggð í síma 430 4700 eða á netfangið johanna@dalir.is
Til að taka þátt í könnun skal smella hér: Svara könnun