
Verð á kvennahlaupsbolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri, verðlaunapeningur er innifalinn í verði.
Frítt verður í sund á Laugum eftir hlaupið og þarf að sýna bol eða verðlaunapening í afgreiðslunni á Laugum.
Ágóði sölunnar á Kvennahlaupinu í Búðardal þetta árið rennur til Slysavarnadeildar Dalasýslu.
Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Allar konur er því hvattar til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.