Kynningarfundum um heilbrigðisstefnu til ársins 2030

DalabyggðFréttir

Kynningarfundum um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi Vesturlands verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17-19 í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

 

Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.

 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun kynna heilbrigðisstefnuna. Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

 

Að lokinni kynningu heilbrigðisráðherra mun Jóhanna Fjóla Jóhannsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, gera grein fyrir sýn forstjóra á stefnuna og þýðingu hennar fyrir stofnunina.

 

Fundarstjóri verður Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei