Landskeppni smalahunda 2016

DalabyggðFréttir

Landskeppni smalahunda 2016 verður haldin að Bæ í Miðdölum helgina 27. – 28. ágúst og hefst keppnin kl. 10 báða dagana.
Landskeppni Smalahundafélags Íslands er haldin í samstarfi Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og Smalahundadeildar Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Keppni fer fram dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Keppnin hefst klukkan 10 báða daganna.

Dómari verður Bevis Jordan en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum. Daganna á undan mun Bevis bjóða uppá námskeið / leiðsögn fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum smalahunda:
A flokkur. Opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokk.

B flokkur. Fyrir hunda þriggja ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni.

Unghundaflokkur. Fyrir hunda yngri en þriggja ára.

Svefnpokagisting og tjaldsstæði verður í boði fyrir mótsgesti í félagsheimilinu Árbliki. Léttur hádegisverður verður í boði báða daga og eins sameiginlegur kvöldverður á laugardagskvöldið.

Samhliða Landskeppninni verður aðalfundur Smalahundafélags Íslands haldinn í félagsheimilinu Árbliki föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20.

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu hvetja sem flesta sauðfjárbændur til að koma í Dalina þessa helgi og fylgjast með keppninni. Sjón er sögu ríkari og gaman að horfa góðan fjárhund leika listir sínar.

Landskeppni smalahunda 2016 – Fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei