
Á tónleikunum munu þeir félagar leika fjölbreytta tónlist úr smiðju sinni, þ.á.m. latíntónlist og sveifludjass.
Tómas R. er matgæðingur mikill og ljær matreiðslumeistara hótelsins uppskrift að kúbverskum saltfiskrétti sem tónleikagestir geta gætt sér á meðan á tónleikunum stendur. Einnig verður boðið upp á Dalaosta.
Salurinn verður opnaður kl. 20. Aðgangur er ókeypis að tónleikunum.