Laugar í Sælingsdal

Dalabyggð Fréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á sveitarstjórnarfundi 14. maí að auglýsa eignir Dalabyggðar að Laugum í Sælingsdal til sölu og hefur falið Fasteignasölunni Miðbæ að taka við tilboðum.
Um er að ræða allar húseignir Dalabyggðar að Laugum. Eignirnar telja m.a. skóla/hótel, íþróttahús, sundlaug ásamt íbúðarhúsnæði. Eignirnar standa á um 15 hektara jörð.
Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel með 45 herbergjum á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Miðbæjar fasteignasölu Vegmúla 2 í Reykjavík.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei