Laus störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)

DalabyggðFréttir

Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingum til að starfa sem liðveitendur. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.

Um er að ræða hlutastarf, oftast seinnipart dags og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Félagsleg liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Nánari upplýsingar veitir Sylvía Ósk Rodriguez, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, í síma síma 433-7100 eða  sylvia.rodriguez@borgarbyggd.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei