Laus störf: Störf á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 12. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er silfurtun@dalir.is.  Ráðið verður í störfin  frá 20. ágúst eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsóknir og ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is.

Sjúkraliði

Laust er til umsóknar starf sjúkraliða á Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Leyfisbréf er skilyrði.

Aðhlynning

Laust er til umsóknar starf í aðhlynningu á Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Reynsla af aðhlynningu er æskileg.

 

Sjá einnig: Laus störf

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei