Laust er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í sveitarfélaginu Dalabyggð.
Skólastjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans og hefur forystu um að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að og eflir áhuga nemenda á námi og að þeir nái sem bestum árangri á öllum sviðum skólastarfsins.
Stefnt er að ráðningu í stöðuna frá og með 1. nóvember næstkomandi eða eftir samkomulagi.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Stýrir og ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans í samræmi við gildandi stefnu
- Ábyrgð á daglegum rekstri og yfirumsjón með fjármálum og rekstrarlegum skuldbindingum skólans
- Forysta í mótun og eftirfylgni með stefnu skólans í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla
- Starfsmannamál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun
- Stuðlar að góðum skólabrag og samstarfi skóla og samfélags
- Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja
- Leiðir og hvetur starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best samskipti og gagnkvæmt traust
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara er skilyrði
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræða er æskileg
- Farsæl stjórnunar- og kennslureynsla og reynsla af leik- og/eða grunnskólastarfi
- Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á þróun og nýjungum í skólastarfi
- Lipurð í samstarfi, sveiganleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og lausnamiðun í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 23.september 2020.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að skólastjóri verði búsettur í Dalabyggð.
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 100 nemendur.
Við skólann starfa um 35 manns.
Gildi skólans eru: Ábyrgð – Ánægja – Árangur
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
Í Dalabyggð búa um 650 manns, þar af um 40% í Búðardal. Sveitarfélagið nær frá Álftafirði á Snæfellsnesi til Gilsfjarðar á mörkum Vestfjarða og býr yfir mikilli náttúrufegurð.
Dalabyggð er friðsælt og rótgróið samfélag, hlaðið sögu og menningu.
Nánari upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins er að finna hérna á heimasíðunni.