Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir að ráða verkefnastjóra tímabundið, í tengslum við skipulag hátíðarhalda 17. júní 2026 og einnig bæjarhátíðarinnar “Heim í Búðardal” 2026.
Um er að ræða starf í verktöku allt að 150 klukkustundir, á tímabilinu 20. janúar – 19. júlí 2026.
Í Dalabyggð er lög áhersla á fjölskylduvæna dagskrá og þátttöku heimamanna. Skipulag er unnið í samstarfi við Menningarmálanefnd Dalabyggðar. Gera þarf ráð fyrir á bilinu 6-8 fundum með nefndinni (hægt að sinna í gegnum Teams að einhverjum hluta) og þess á milli tölvupóstsamskiptum við nefndarmenn. Ár hvert er lagt til fjármagn á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem er ætlað til hátíðarhaldanna.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Fundir með Menningarmálanefnd Dalabyggðar
- Starfa með starfsfólki Dalabyggðar.
- Setja upp og bera ábyrgð á dagskrá (með nefndinni).
- Umsjón með dagskrá, sbr. bóka utan að komandi atriði, samstarf við íbúa við útfærslu viðburða o.s.frv.
- Verkstýring kringum skipulag viðburða, eftir þörfum.
- Auglýsa hátíð/hátíðarhöld, dagskrá og viðburði.
- Bera ábyrgð á að kostnaður sé innan fjárhagsáætlunar (með nefndinni).
- Gerð er krafa um að viðkomandi haldi tímaskráningu á tímabilinu.
- Skila skýrslu um framkvæmd hátíðarinnar að henni lokinni.
Hæfniskröfur:
- Þekking eða reynsla af svipuðu verkefni er kostur.
- Æskilegt að geta tjáð sig á íslensku og ensku.
- Þekking á starfsemi sveitarfélaga er kostur.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í störfum.
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 17. nóvember 2025
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. janúar.
Símastyrkur er greiddur viðkomandi á meðan verkefninu stendur og viðkomandi hefur aðgang að vinnuaðstöðu í samvinnurými Nýsköpunarseturs Dalabyggðar ef þarf. Öll hvött til að sækja um. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi. Umsóknir skal senda á sveitarstjori@dalir.is
Frekari upplýsingar veitir: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar: sveitarstjori@dalir.is / 430-4700 á opnunartíma.
Sjá einnig: Laus störf
