Lengd viðvera

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að starfrækja lengda gæslu fyrir grunnskólabörn í 1. – 4. bekk Auðarskóla, frá lokum skóla til 17:15.
Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist í fyrstu eða annarri viku nóvembermánaðar, ef þátttaka næst.
Mikilvægt er að sótt verði um sem fyrst til að hægt verði að skipuleggja starfið með tilliti til fjölda þátttakenda.
Umsóknareyðublað má nálgast á skrifstofu og á vef Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei